0
Hlutir Magn Verð

Algengar spurningar sem við fáum varðandi SmartyPants vítamín.

 

Afhverju þurfum við vítamín? 

  • Vítamín er engin galdra tafla sem kemur í staðin fyrir fjölbreytta fæðu og kvilla. Vítamín eru uppfyllingarefni fyrir líkaman og með inntöku þeirra hjálpar þú líkamanum að hlaða inn nauðsynlegum vítamínum sem hann þarfnast hverju sinni.

 

Eru SmartyPants vítamín laus við glútein, hveiti, og alla mjólkurvöru?

  • Já, vítamínin eru laus við ofnæmisvaldandi þætti svo sem ger, hveiti, mjólk, egg, soja, gluten, salt, skelfisk, hnetur, gervi bragð-og litarefni.

 

Má ég gefa barninu mínu sem er yngra en 3ja ára gamalt SmartyPants vítamín?

  • Flestir læknar eru sammála um það að köfnunarhætta geti átt sér stað hjá börnum til 3ja ára aldurs. Við mælum með að aðstandendur barna yngri en 3ja ára athugi hjá sínum lækni hvort að SmartyPants vítamínin henti þeim. 

 

Hvernig er best að geyma SmartyPants vítamínin?

  • Það er best að geyma SmartyPants vítamínin frá sólarljósi og annarskonar hitagjöfum. Geymist best á köldum og svölum stað við 20-25 gráður. Hægt er að geyma vítamínin í ísskáp, en mælum við með því að þau séu ávallt þá geymd í ísskáp því ef þau flakka mikið á milli mismunandi hitastigs yfir langan tíma gætu þau byrjað að klístrast og verður þá erfiðara að ná þeim úr dollunni.   

Úr hvaða fiski vinnið þið Omega 3 fitusýrurna?

Omega 3 fitusýrurnar eru unnar úr sardínum og ansjósum. Þar sem þessar fiskitegundir eru neðarlega í fæðukeðjunni innbyrgja þær minna af þungamálmum en aðrar fiskitegundir sem eru stærri og ofar í fæðukeðjunni.