0
Hlutir Magn Verð

Skilmálar.

Almennt.

Gúmmívítamín.is er netverslun fyror SmartyPants Vitamins. Fjölskyldufyrirtækið Ólafssynir ehf., Fagrihjalli 84, kt. 560305-0280, vsk-númer 86007, er umboðsaðili fyrir vítamínin hér á landi. Ólafssynir ehf. taka enga ábyrgð á innsláttarvillum eða röngum upplýsingum sem birtar eru á vefnum, þ.m.t. verð og vörulýsingar. Ólafssynir ehf. áskilja sér fullan rétt til fyrirvaralausra verðbreytinga. Virðisaukaskattur, 11%, er innifalinn í öllum verðum hjá okkur.

Greiðslumáti

Þegar verslað er í gegnum síðu okkar þá þarf að gefa upp persónuupplýsingar, svo sem nafn, heimilisfang, netfang og símanúmer. Hægt er að greiða með kreditkorti eða með millifærslu. Kortafærslur fara í gegnum vottaða og örugga greiðslusíðu KORTA og fá Ólafssynir ehf. ekki gefnar upp kortaupplýsingar. Sé greitt með millifærslu skal leggja inn á reikning Ólafssona ehf. innan tveggja sólarhringa frá kaupum. Hafi greiðsla ekki borist innan þess tíma þá fellur pöntunin niður. Reikningsnúmer er 513-26-8926 og kennitala 560305-0280. Við mælum með að senda kvittun á netfangið okkar, gummivitamin@gmail.com.

Pantanir og afhendingartími

Pantanir eru afgreiddar þegar greiðsla hefur borist og fær kaupandi senda staðfestingu þegar varan fer í póst. Afhendingartími er að jafnaði 1-4 dagar eftir að greiðsla hefur borist. Pantanir fara í póst á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Pantanir sem keyptar eru fyrir klukkan 14:00 sama dag fara í póst á þeim degi. Ef vara er uppseld og innborgun hefur átt sér stað fær viðskiptavinur upphæðina endurgreidda og fær tilkynningu um að einstaka vara sé uppseld. Ef valið er að fá sent heim að dyrum bætist aukagjald við pöntunina. Kaupandi ber ábyrgð á að tryggja það að gefið sé upp rétt heimilisfang við pöntun.

Ólafssynir ehf. sendir pantanir erlendis líka en fyrir það er greitt sérstaklega og er farið eftir gjaldskrá Póstins við útreikning á verði fyrir sendingu.

Sendingarmáti

Afhending fer einungis fram með póstsendingum með Íslandspósti. Afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspóst gilda um afhendingu vörunnar. Ólafssynir ehf. bera enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vörum í flutningi. Á höfuðborgarsvæðinu keyrir Íslandspóstur vöruna út milli kl. 17-22 alla virka daga. Úti á landi getur verið að það sé einungis boðið upp á að sækja vöruna á næsta pósthús.

Vöruskil

Skilafrestur er 14 dagar frá kaupum. Vöru fæst einungis skilað ef hún er ónotuð og í upprunalegum umbúðum. Þegar um vöruskil er að ræða þá skal tilkynna okkur það á netfangið okkar, gummivitamin@gmail.com. Við bjóðum upp á vöruskipti eða endurgreiðslu á sama reikning og varan var greidd með. Sendingarkostnaður fæst einungis endurgreiddur ef varan er gölluð.

Persónuvernd viðskiptavina

Gúmmívítamín.is gætir alls trúnaðar við viðskiptavini sína og ábyrgis að gefa aldrei út upplýsingar um viðskiptavin á nokkurn hátt.

Höfundaréttur og vörumerki

Allt efni á vefsvæði Gúmmívítamín.is er í eigu Ólafssona ehf. og byrgja Ólafssona ehf.

Aðrar spurningar :

Ef þú hefur fleiri spurningar þá ekki hika við að hafa samband við okkur í gegnum facebook síðu okkar : www.facebook.com/gummivitamin, netfangið okkar : gummivitamin@gmail.com eða í s: 846-4571.